Á síðastliðnum árum hefur ferðamennska verið megin uppistaðan í efnahagslífi Húsavíkur. Bærinn, sem lengi vel lifði aðeins á fiskveiðum og einstöku sinnum hvalveiðum, áttaði sig á að hvalastofninn á svæðinu gæti verið nýttur á annan máta. Bátunum, sem áður voru notaðir til veiða, var breytt í hvalskoðunarbáta. Fljótlega varð hvalaskoðun megin atvinnustarfsemi þessa afskekkta bæjar. Skortur á hvalaskoðunarreglugerðum gera iðnaðinn hins vegar afar fallvaltan. Of mikil starfsemi veldur mikilli hljóðmengun og ógnar vistkerfi hvaldýranna. Vísindamenn sem stunda rannsóknir í flóanum óttast að hvalirnir munu flytjast á önnur svæði og taka þar af leiðandi ferðamannastrauminn og efnahagslega stöðugleika bæjarins með sér.
Fyrirtæki sem framleiðir sólskildi til orkuframleiðslu hefur hafið starfsemi rétt utan við byggðina sem gæti bætt úr atvinnumöguleikum fyrir heimamenn en framleiðslan skapar þó einnig vandamál fyrir hvalastofninn. Frá komu verksmiðjunnar hefur hljóðmengun á svæðinu aukist enn frekar. Aukin umferð skipa í flóanum sem flytja inn efnivið og flytja út fullbúnar vörur mun án efa hafa áhrif á vistkerfi hvaldýranna og ýkja nú þegar stórt áhyggjuefni. Mitt í þessum flóknu aðstæðum eru nokkrir einstaklingar sem berjast fyrir breytingum á kerfinu til þess að sporna gegn yfirvofandi hættu á þessum fagra landskika. Meðal þeirra eru þau Pierre Lang, siglingaverkfræðingur, og Belén García, sjávarlíffræðingur, sem hafa bæði stundað rannsóknir á rannsóknarsetrinu á svæðinu. Verkefni þeirra byggist á því að koma fyrir vatnshlustunartæki á nokkrum lykilstaðsetningum í flóanum og mæla hljóðmengun frá skipum sem eiga leið hjá. Upptökur eru bornar saman og greindar til þess að skoða hvernig truflanirnar hafa áhrif á hljóðtíðni sem hvalir heyra og láta frá sér.
Voices of Skjálfandi skoðar áhrif vaxandi ferðamennsku á byggð Húsavíkur og sjávarlíf Skjálfandaflóa. Þó svo að virðing fyrir hvölum hafi aukist hjá heimamönnum, sem áður álitu dýrin sem auðlind kjötafurða og olíu, hefur aukning á hvalaskoðunarferðum skapað hættu á því að dýrin flytjist úr flóanum og neyðast íbúar þá til að leita til annarra atvinnumöguleika. Á þessum atriðum grundvallast heimildamyndin sem hefur það að markmiði að endurspegla sjálfheldu og áhyggjur samfélags hverrar tilvistar byggir á viðveru hvalsins í flóanum.