The shaky bay
Miquel Such er ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður sem sérhæfir sig í norðurheimskautsvæðinu. Hann stundaði nám í hljóð- og myndmiðlun á Spáni og í Sight and Sound í Finnlandi þar sem hann tók þátt í fjölmörgum myndrænum verkefnum. Hann hefur ánægju af því að ferðast og kynnast ólíkri nátturu en ein slík ferð leiddi hann til Íslands fyrir nokkrum árum síðan.
Voices of Skjálfandi er hans fyrsta heimildamynd í hlutverki leikstjóra.
John Grothier er hljóðmaður og sjálflærður tónlistarmaður. Frá því að hann hlaut réttindi í hljóðtækni í Valencia árið 2014 hefur hann varið tíma sínum í vinnslu fjölmargra margmiðlunarverka (heimildarmyndir, teiknaðar stuttmyndir og kvikmyndir) ásamt því að bæta menntun sína á sviði hljóð- og myndmiðlunar.
Mariona Sanz er menntuð í Barselóna sem blaðakona og rithöfundur. Hún nýtir ferðalög til þess að skrifa um menningar og samfélagsleg vandamál sem hún vill leysa. Fyrir utan framleiðslustörf sín fyrir Voices of Skjálfandi, vinnur hún að sjálfstæðu verkefni um tilfinningalega menntun fyrir ungmenni.
Belén García hefur ástríðu fyrir sjávarlíffræði og sérhæfir sig í hvaldýrastofninum og varðveitingu hans. Hún hefur tekið þátt í sjávarrannsóknarverkefnum þar með talin vistfræði hvaldýra, dreifingu þeirra og hljóðeðlisfræði á nokkrum mismunandi stöðum í Evrópu. Hún fluttist til Íslands árið 2014 og byrjaði að vinna við leiðsögn í hvalaskoðunarferðum. Eftir að hafa lokið mastersgráðu í haf- og strandsvæðastjórnun rannsakar hún nú hljóðmengun og áhrif hennar á hvali á norðurskautinu til þess að þróa sjálfbæra stefnu í ferðamennsku og bæta verndun hvala og sjávarlífs. Belén flytur einnig reglulega fyrirlestra á alþjóðavettvangi á föstu landi en oftast er hana að finna á sjó þar sem hún fléttar saman ástríðum sínum þremur; vísindi, siglingar og menntun.